íslensku

Er einhvers staðar til eitthvað um það að það eigi að tala íslensku á þingi. Ég veit ekki betur en að það sé ekki staðfest i stjórnarskrá eða með einum eða neinum hætti í lögum. Þannig að Ásta Ragnheiður var að fara dálítið flatt þarna.
mbl.is Bannað að segja „djók“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hver er hissa

Nú er ekki verið að reyna að fá lífeyrissjóðina til að slaka á sjóðum sínum, ef ég man rétt þá var verið að tala um að þeir mundu borga einhvern fjárann. Það er náttúrulega verið að blíðka þá aðeins, sleikja þá upp eða þannig. Hvað haldið þið að þeim sé ekki skítsama um einn og einn öryrkja sem lepur dauðann úr skel. Ekki hefur mér sýnst vera mikill mannkærleikur ráðandi í samfélaginu hingað til, því ætti hann að skjóta upp kolllinum núna ?

Samt sem áður forkastanlegt kerfi, ég er ekki með á nótunum um hvert þessi þjóð stefnir eiginlega. 

Spillingin er þvílík að annað eins hefur varla sést og þó við séum á lista yfir minnst spilltustu þjóðir heims þá er það algjört bull. Það hlýtur þó hver  maður að sjá. 


mbl.is Dómurinn reiðarslag fyrir öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

heimurinn versnandi fer

Já hvaða vit er í því að fækka svona starfsfólki ? Það er algjörlega á hreinu að það eikur líkur á mistökum og hver ber þá ábyrgð á þeim ?  Þetta er bara bull, það er örugglega hægt að hagræða einhversstaðar annarsstaðar, kannski hægt að segja upp einum og einum "topp".

Áfram Sjúkraliðafélags Íslands og  allardeildir innan þess.

Ég er sjúkraliði og er stolt af því :)

 


mbl.is „Ástandið þaggað niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

obbosí

já þessi ágæta sveitarstjórn þyrfti kannski að skoða málið aðeins betur, ég er ekki að kaupa þessa fjárhagsáætlun. Eins og allir vita þá hefur allt efni til bygginga hækkað verulega, er gert ráð fyrir þeim hækkunum í þessum tölum ?

Svo vilja þeir láta gamla skólann uppí, og reyndar allt annað sem sveitarfélagið á.

Viljum við fá einhverja óskilgreinda starfsemi rétt við nýja skólann okkar ? Ekki ætla þeir kaupandanum að rífa hann eða hvað.

Fyrir nú utan það að staðsetning á skólanum er fáránleg, þarna er algjört veðravíti. Auk þess sem ég skil ekki af hverju það á að henda skólanum lengst útí sveit, væri ekki nær að byggja hann í Melahverfinu, eins og raunar meirihluti sveitarstjórnar lofaði fyrir kosningar. Þau þurfa bara að athuga að það fer að styttast í þær næstu. 

Mér finnst reyndar að sveitarstjórnin okkar hér í Hvalfjarðarsveit búi í einhverskonar kúlu, eða svífi um á bleiku skýi. 

Nema hvað, þeir sáu að líklega mundi nú vanta meiri hagnað inní systemið svo það á að fækka gjaldfrjálsum tímum á leikskólanum. Af hverju það er ráðist á fjölskyldur með börn á leikskólaaldri skil ég ekki alveg, en kannski er það til að fá fleira fólk til að flytja burt. 

Nei ég held að það þurfi að athuga þetta mál til hlýtar, áður en þeir fara að byrja á einhverri vitleysu. 


mbl.is Raðhús, námur eða félagsheimili upp í skólabyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

án þess að skerða hvað ?

Þetta þykir mér afskaplega skrítin fullyrðing, ég hef fætt börn á Akranesi, og legið á kvennadeildinni fyrir sunnan. Ég ætla ekki að líkja því saman, að vera á Akranesi er alveg yndislegt, allt starfsfólk algjörlega frábært og þar er maður sængurkona en ekki bara enn ein kellingin.  Að ætla að afleggja fæðingar á Akranesi væri mikil afturför. Auk þess skil ég ekki hvernig á að vera hægt að sinna fleirum þarna fyrir sunnan, það er ekki nóg barnið sé fætt, það er heilmikið meira sem málið snýst um. Ég þurfti að liggja á kvennadeild landsspítalans í stuttann tíma eftir fæðingu eins drengsins míns. Mér algjörlega ofbauð, algjörlega. Bæði sem sængurkona og svo hef ég sjálf unnið á sjúkrahúsi til margra ára. Það er ekkert skrítið að konur að sunnan sækjast eftir að eiga uppá Akranesi. 

Takk fyrir sælir.

 


mbl.is Spara má með lokun fæðingardeilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er um að gera

að byggja nýjann spítala fyrir ógrynni fjár. Auðvitað þurfum við að eiga gott sjúkrahús, enda er heilbrigðiskerfið okkar með því besta sem gerist í heminum og við meigum svo sannarlega vera stolt af því.  

Það er bara eitt sem ég skil ekki, ef við höfum ekki efni á að borga okkar færa starfsfólki, höfum ekki efni á þeirri mönnun sem þó er nauðsyn, og það á að spara allt í rot enn meira en undanfarin ár. Hvernig er hægt að finna út að við þurfum nýtt sjúkrahús og það hátækni?

Þarf ekki að skúra þar?

þarf færra starfsfólk á hvern sjúkling kannski ? Það væri skref afturábak en ekki framávið.

Ég væri mjög glöð ef einhver gæti útskýrt þetta fyrir mér. Er kannski einhversstaðar hægt að sjá einhverskonar arðsemisgreiningu varðandi þetta ? Ég væri til í að fá að kíkja á hana. 


mbl.is Hönnuðir í startholunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hugleysi er þetta

Já borgarstjórnin hlýtur að vera huglaus með eindæmum fyrst hún treystir sér ekki til að standa fyrir máli sínu, heldur flýtir fundinum sem foreldrar höfðu boðað komu sína á. Fyrir nú utan það þá er þetta rakinn dónaskapur. Þeir halda sig greinilega á gráu svæði fyrst þeir geta ekki svarað fyrir sig.
mbl.is Fjárhagáætlun rædd á fundi borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bankarnir

bankarnir eru okkar, en í þeim sitja menn og konur í fílabeinsturni nú eða á bleiku skýi, það virðist allavega ekki vera með á nótunum. Hverjum er þetta ástand að kenna ? Eru það ekki einmitt bankarnir sem hafa komið þjóðinni í þetta ástand. Samt láta bankarnir okkar eins og þeim sé málið óviðkomandi og það eina sem þeir hugsa um er að græða, og þeir græða. Ég kann ekki við að blóta mikið það gæti einhver viðkvæmur slysast til að lesa þetta en mig langar að blóta hel.... mikið núna.
mbl.is Segja bankann keyra lífvænlegt fyrirtæki í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ósmekklegt

Mikið leiðist mér ósmekklega blogg, að gera grín að háalvarlegum málum er þeim einum til minnkunar sem það gera. Samanber þennan sem var að gera grín að konunni í sádí sem var dæmd til að þola 60 vandarhögg, honum fannst það bara fyndið, djöfull þoli ég ekki svoleiðis lið !!!!

Er annars koma til, drulluslöpp ennþá, og ennþá með hitavellu, en vonandi næ ég mér fyrir jól !!! 

 


orðin þreytt

ég er orðin þreytt á veikindum, allir hér búnir að ligga og liggja enn með einhverja svæsna flensu, sjálfsagt þessa einu sönnu svínaflensu. Það er nógu erfitt að sinna veikum börnum þó maður sé ekki með flensu sjálfur og við bæði. svo er ég þreytt á bara einu og öðru fólki, það er til að byrja með ekki sérlega gáfulegt að treysta fólki, en ég geri það nú oftast og brenni mig stundum.  Svo er mikið kæruleysi ekki fyrir minn smekk, en stumdum þarf maður að láta sig hafa það, sér í lagi þegar um hópverkefni er að ræða. Þegar fólk ætlar sér að vera svona 6 til 8 tíma að gera verkefni sem ég hef legið yfir í marga daga. Hallóó ....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband