Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

nújá

Er það ekki prestastéttin sem er að reyna að innprenta hjá þjóðinni alls konar góða siði, eins og til dæmis að bera ekki ljúgvitni gegn náunga þínum, (kirkjan.is/kirkjustarf/?fermingarstarf/boðorðin). Svo við tölum nú ekki um öll hin boðorðin. Allavega þá hafa prestarnir sjálfir  gleymt einhverjum þeirra. Allavega eru þeir ekki að fara eftir þeim sem skildi. 

Ég er sammála Sigrúnu Pálinu, það er um að gera fyrir hana að svara fyrir sig, kirkjunnar menn eiga ekki að komast upp með svona lagað frekar en aðrir. Það er eins og þeir haldi og einhver hluti þjóðarinn líka að þeir séu hafnir yfir lög og rétt. 

Ég er líka hissa á því að ef þeir hafi trúað Sigrúnu Palínu á sínum tíma að þeir skildu hafa tekið afstöðu með biskup og gegn henni. Það er í hæsta máta ótrúlegt. Ég held að þessir kallar séu heilaþvegnir af einvhers konar Guðstrú, eða er það biskupsvaldi ég veit það ekki en þeir eru allavega ekki að gera kirkjunni neinn greiða með svona framkomu. Og svo sannarlega engum öðrum, tja nema dauðum kynferðisglæpamanni og barnaniðingi... Hver vill annars gera svoleiðis fólki greiða ? Hvað liggur þar að baki ? Mér er spurn.


mbl.is „Hann er að reyna að hvítþvo sjálfan sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað er í gangi.

Því setur Sigurður Einarsson sig á háann hest, jú af því að hann er þannig en,,, af hverju tala fréttamenn við hann eins og hann sé á sínum háa hesti ?

Að maðurinn skuli fara fram á að embætti sérstaks saksóknara verði rannsakað er í besta falli fyndið.

Ætli hann sé á Kóki maðurinn, kannski ekki ólíklegt. 

Allavega er hann ekki í lagi. 

 


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einmitt

þetta er nú aldeilis flott hjá biskupi vorum, að gera lítið úr máli Guðrúnar Ebbu, hvað er málið með þessa biskupa ?? ætli það séu margar dætur sem ásaka föður sinn um svona lagað "af því bara" nei ég bara spyr ?

Mér finnst þetta hjá Karli ekki alveg eins og ég hefði ætlað þroskuðum kirkjunnar manni...


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hugrökkk kona hún Guðrún Ebba

Guðrún Ebba er hugrökk kona, eiginlega ótrúlega dugleg. Það mundu ekki allir opinbera föður sinn svona, og faðir hennar var ekki neinn jón því hann var "biskup" Jón.  Ömurlegt þetta mál, ömurlegt að við höfum haft barnaníðing fyrir biskup. Ég vil helst ekki tjá mig meira um þetta mál á opinberum vettvangi því hann á afkomendur sem gætu lesið þetta og ég hef ekki áhuga á að mín skrifa komi niður á þeim sem síst skildi.

en húrra fyrir Guðrúnu Ebbu. 


mbl.is Lýsti alvarlegum brotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það vantar ekki

það vantar ekki hvað Steingrímur Joð er hugmyndaríkur, það eina sem mannfj******* dettur í hug er að hækka skatta og hækka skatta. Það fer að verða algjörlega ólíft hér á þessu skeri, er maðurinn ekki að gera sér grein fyrir því ? Eða lífir hann kannski algjörlega í eigin heimi ? Allavega er hann ekki í takt við almenning í landinu, fyrst er búið að pína fólk til að borga af stökkbreyttum lánum, jafnvel þó stjórnvöld hafi vitað að þau voru ólögleg, svo hafa verðtryggðu lánin stökkbreyst líka og eitthvað þarf að borga af þeim, svo er nú eins og matvara og önnur nauðsynjavara hafii hækkað eitthvað líka. Fólk berst í bökkum og ég hélt kannski að þessir háu herrar eins og Steingrímur viti það, ,,,, en nei nei hækkum bara skattana. 

Það þarf að koma þessari stjórn burt, ráðherrar eru hraðlygnir, óheiðarlegir og þeir hljóta líka að vera algjörir heiglar, því ekki þora þeir að taka ákvarðanir sem henta ekki fjármagnseigendum og Alþjóðagjaldeyririssjóðnum, sem er þekktur fyrir að leggja þjóðir í rúst en það hlýtur að vera eftirsóknarvert eða hvað.


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það má nú segja

Ég gæti ekki verið meira sammála Vilhjálmi. Það er alveg með ólíkindum hvernig fólk getur hagað sér. Ótrúlegt, en hvað sem öðrum kann að finnast þá eiga þessir menn og konur fullann rétt á himin háum launum, það eru nú ekki allir sem bera svona mikla ábyrgð !!! So what þó þeir drulli uppábak og láti allt draslið svo bitna á restinni af þjóðinni. 


mbl.is Gagnrýnir fyrrum sparisjóðsstjóra harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband