Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

ósmekklegt

Mikið leiðist mér ósmekklega blogg, að gera grín að háalvarlegum málum er þeim einum til minnkunar sem það gera. Samanber þennan sem var að gera grín að konunni í sádí sem var dæmd til að þola 60 vandarhögg, honum fannst það bara fyndið, djöfull þoli ég ekki svoleiðis lið !!!!

Er annars koma til, drulluslöpp ennþá, og ennþá með hitavellu, en vonandi næ ég mér fyrir jól !!! 

 


orðin þreytt

ég er orðin þreytt á veikindum, allir hér búnir að ligga og liggja enn með einhverja svæsna flensu, sjálfsagt þessa einu sönnu svínaflensu. Það er nógu erfitt að sinna veikum börnum þó maður sé ekki með flensu sjálfur og við bæði. svo er ég þreytt á bara einu og öðru fólki, það er til að byrja með ekki sérlega gáfulegt að treysta fólki, en ég geri það nú oftast og brenni mig stundum.  Svo er mikið kæruleysi ekki fyrir minn smekk, en stumdum þarf maður að láta sig hafa það, sér í lagi þegar um hópverkefni er að ræða. Þegar fólk ætlar sér að vera svona 6 til 8 tíma að gera verkefni sem ég hef legið yfir í marga daga. Hallóó ....

bull

Þetta er tómt bull hjá séranum, auðvitað má hann þakka fyrir að það á að flytja hann til í embætti en ekki hreinlega rekinn. Ég sé ekki að hann eigi nokkurt erindi í síðasta starf.

Ef ég byggi á Selfossi væri ég nú voða fegin að það er kominn annar prestur, mundi ekki vilja senda mín börn til manns sem var fundinn sekur um siðferðisbrot.


mbl.is Hyggst hafa boðskap biskups að engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki í lagi

þetta er ekki í lagi, og getur ekki verið að það standist hreinlega. Þarna er fréttablaðið að gefa skít í landsbyggðina og það ekkert lítið. Skamm skamm.

Ég á allavega ekki eftir að fletta fréttablaðínu hér eftir, það er ljóst. 

Ég hélt fyrst þegar ég las þetta að það hlyti að vera fyrsti apríl !


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband