einmitt

Ég held að þessi kona átti sig ekki á að dóttir hennar er bara ekkert merkilegri en aðrir unglingar sem eru að klára grunnskólana núna. Aftur á móti held ég að móðirirn eigi eitthvað bágt, í alvöru. Mér finnst þetta bara fyndið og að krakkarnir þurfi áfallahjálp ef þeir fá ekki það sem þeir vilja, almáttugur hvað lífið á eftir að verða þeim erfitt. Fyrir nú utan það að það er náttúrulega bara snobb að halda að einn skóli sé eitthvað betri en annar, þeir eru nú allir ósköp svipaðir.

Líka óþarfi að halda því fram að hinir grunnskólarnir hafi útskrifað krakkana með einhverjar "plat" einkunnir. 


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

pff. Veistu það ég er 24 ára og því svona frekar nýkomin úr menntaskóla. Ég get fullvissað þig um það að það er munur á skólunum. Sumir skólar leggja meiri áherlsur og þyngra nám og í örðum er betra félagslíf og enn aðrir eru með betri aðstæður fyrir þá sem eru með námserfiðleika. Þannig það er ekki að ástæðulausu að þessir aðilar vilja sækja um í einhvern ákveðinn skóla. Líttu bara á Gettu Betur og Morfís (ræðukeppni framhaldsskólanna), helduru að það sé tilviljun að alltaf sömu skólarnir séu í úrslitunum? 

 Eins og menntaskólarnir eru misjafnir þá eru grunnskólarnir það líka. Sumir eru erfiðari og meira krefjandi og hafa því skorað hærra á þessum samræmdu prófum. Ég sjálfurvar í hagaskóla og í 9 bekk fékk maður að velja hversu mikla "hraðferð" maður treysti sér í. S.s þeir sem eru góðir í stærðfræði geta valið að fara yfir meira efni á styttri tíma en þeir sem eru slakari.

 Mér finnst fullkomlega eðlilegt að manneskja sem leggur mjög hart að sér alla sína skólagöngu og stefnir svo á eitthvað ákveðið nám í háskóla, það ætti að geta valið sér þann skóla sem það telur best fyrir sig. Á meðan aðrir eru ekki alveg jafn námsfúsir og geta því valið skóla eftir því. 

 Og varðandi plat einkunnir: Þá er það bara þannig að þetta eru oft kennarar sem eru búnir að vera í kringum börnin í svo langan tíma að þeir eru byrjaðir að vera hlutdrægir. Það er alveg staðreynd að sumir fá hærri einkannir en aðir vegna þess að þeir eru bara þeir. Þess vegna er kerfið í háskólanum þannig að þú skilar prófinu nafnlaust og ert í staðinn með prófnúmer. Þá er engin leið fyrir kennarann að gera upp á milli nemenda. Ég meina helduru að þetta sé gert í einhverju djóki upp í háskóla?

Þannig það sem ég vil segja er að það er pott þétt alltof langt síðan að þú fórst í menntaskóla og átt örugglega ekki krakka sem er að ganga í gegnum þetta, þannig það er engin leið fyrir þig að vita hvað þú ert að tala um né geta sett þig í þær aðstæður sem barnið upplifir. 

og hananú!

Jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband