Ég tek ofan fyrir þessum manni.

Já þetta er bara flott, ólöglegt kannski, ætla ekki að deila um það, allavega er þetta mjög táknrænt hjá honum, kemur vel sinni skoðun á framfæri, og ég styð hann :) Bankarnir og Ríkið (sem er það sama) er að fara illa með almenning og græðir og græðir, þetta var bara mátulegt á liðið. Kannski springur sápukúlan sem Jóhanna og co. eru í og þau fara að sjá hvað er í gangi, ekki bara það sem þau vilja sjá. Ég endurtek: ég tek ofan fyrir þessum manni.
mbl.is Þjóðfundur við Hólmatún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kjarkur eða örvænting nema hvoru tveggja sé.

Finnur Bárðarson, 18.6.2009 kl. 15:25

2 identicon

Athyglisvert samt að húsið fór á nauðungaruppboð í nóvember í fyrra sem bendir til þess að þessi maður hafi verið kominn í vanskil löngu áður en vandræðin hófust fyrir alvöru í landinu.

Er þessi maður eins mikil hetja og fólk vill að hann sé?

Ólafur (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Miðað við það að búið hafi verið að bjóða ofan af manninum húsið síðasta haust þá er ljóst að þessi maður var komin í greiðsluþrot löngu fyrir bankahrunið. Þetta er því ekki dæmi um mann, sem fór illa út úr bankahruninu og er gjaldþrota vegna þess að bankinn hefur farið illa með hann heldur hefur hann einfaldlega drullað á sig í fjármálum.

Það hefur komið fram að þessi maður var með myntkörfulán frá Frjálsa fjárfestingabankanum. Sá banki bauð strax í nóvember þann kost fyrir skuldara myntkörfulána að greiða 5.500 kr. fast á mánuði fyrir hverja milljón, sem upphafleg lánsfjárhæð var af láninu. Það hefur því engin, sem hefur haldið tekjum sínum og staðið skynsamlega að fjármálum sínum átt að þurfa að fara á hausinn út af þeim lánum ef það hefur verið einhver glóra í lántökunni á sínum tíma.

Bankahrunið hefur hins vegar komið eins og himnasending fyrir hann til að gá samúð og að fá fólk til að halda að hann sé eitthvert fórnarlam í þessu máli. Þessi maður er ekki nein hetja heldur glæpamaður, sem á hvergi heima annars staðar en í fangelsi fyrir stórfelld eignarspjöll á eignum annarra.

Sigurður M Grétarsson, 18.6.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Er svo innilega sammála þér Sigurður Grétarsson. Ótrúlegt hvað almenningur hefur samúð með brotamönnum og telja það gott mál, í þessu tilfelli, að brjóta lögin. Síðan eru stjórnmálamenn alltaf kennt um það hvernig komið er hjá þessu fólki. Það er yfirleitt fólkið sjálft sem kom sér í þessa stöðu með óskynsamlegum ákvörðunum.

Ólafur Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 15:53

5 Smámynd: Smjerjarmur

Maðurinn eyðilagði þessi verðmæti og hafi hann skömm fyrir. 

Smjerjarmur, 18.6.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Smjerjarmur

Sigurbjörg, þú mættir athuga þinn gang!

Smjerjarmur, 18.6.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Fyrir eða eftir bankahrun skiptir bara ekki neinu máli kröfur umfram veð eru óréttlátar hvort sem bankahrun átti sér stað eða ekki. Ég veit ekkert um þetta mál sérstaklega en ég á auðvelt með að ímynda mér að lánastofnanir hafi verið að ganga full nærri manninum umfram þau veð sem hann var einnig að tapa og langaði klárlega að borga í sömu mynt.

Það er mitt mat að kröfur umfram veð eru tilruan til þjófnaðar, lánastofnun og lántakandi gera með sér samning sem snýst um eignamyndun í hlut sem settur er fram sem trygging greiðslu og er sameiginleg áhætta beggja aðila.

Mér svíður það bara ekki neitt þegar "eignir" þjófa eru eiðilagðar og gildir þá litlu hvað lögin segja.

Þetta er etv. full langt gengið í borgaralegri óhlíðni en stundum vernda lögin þjófana og hvað á þá að gera?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 18.6.2009 kl. 16:57

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sveinn. Það er ekkert í lánasamningi, sem gerir ráð fyrir eignamyndun heldur aðeins greiðslu af láninu. Það fylgdi áhætta því að taka myntkörfulán og gátu lántakar bæði grætt og tapað á því. Átti lántakin bara að fá að hagnast ef áhættan lenti hans megin en bankin að taka á sig tapið ef það færi á hinn vegin.

Það er nákvæmlega ekkert að því að innheimta lán eins og lánasamningur segir til um þó veðið standi ekki lengur undir því. Veðið er aðeins til frekari tryggingar umfram skuldbyngingu lántaka. Það er því ekki þjófnaður að ganga að veði þegar skuldari stendur ekki í skilum. Það er nauðvörn lánveitanda.

Við höfum aðeins fengið að heyra þessa sögu frá annarri hliðinni. Einhvern vegin held ég að þessi maður eigi sjálfur meiri sök á því hvernig komið var fyrir honum fjárhagslega heldur en hann vill vera láta. Reyndar kom það fram hjá honum í fréttum áðan að hann varð fyrir tekjumissi vegna þess að hans viðskiptavinir greiddu honum ekki og gat þess vegna ekki staðið í skilum. Sé þetta rétt þá eru sökudólgarnir þeir aðilar, sem sviku þennan mann en ekki bankinn.

Hvað á banki að gera ef lántaki stendur ekki í skilum? Bankinn tekur lán annars staðar til að fjármagna þau lán, sem hann veitir. Hann er ekki að lána eigin peninga. Hann þarf að standa í skilum með þau. Það eru því takmörk fyrir því hvað hann hefur mikið svigrúm til að heimila sínum lántökum að fresta greiðslum.

Hvað, sem öðru líður þá er ekkert, sem réttlætir svona verknað. Þessi maður er ekki hetja heldur ómerkilegur skemmdavargur.

Sigurður M Grétarsson, 18.6.2009 kl. 21:15

9 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Lán til fasteignakaupa eru metin út frá eignamyndun eða væntanlegri eignamyndun. Þó svo að öll veðlán séu það ekki endilega en þau ættu að vera það, til þess eins að tryggja jöfnuð milli sérfræðinganna (bankarnir) og þeirra sem treysta þeim (almennur lántaki).

Bankinn er tryggður fyrir ytri skakkaföllum alveg þangað til skuldari getur ekki borgað en þá er hægt að endurnýja kröfurétt á hann í 30 ár, hver er sameiginleg áhættan þar?

Tap einstaklings er mun verra en bankans þegar kemur að einstaka fasteign. Bankinn býr yfir þolinmæði sem einstaklingar hafa ekki starfsæfi í og svo framvegis.

Ég er búinn að greiða af fasteignalánum síðan 1995 (ekki alltaf til sömu eignar) um helming útborgaðra launa minna. Ef ég lendi nú í þroti þá tapa ég þeim peningum með öllu, er það ekki nóg tap? Til eru lög í sumum löndum sem segja að efnisleg áhætta við undirritun samnings verður að vera jöfn, annars er samningurinn ólöglegur, mig minnir að það kallist "act of concideration" eða eitthvað slíkt í Bandaríkjunum.

Sú eign sem ég bý í núna var veðsett fyrir 63% af söluverðmæti þegar ég keypti hana en nú skulda ég aðeins meyra en ég keypti eignina á, hver vegna er það bara tap mitt? Ég tók lán til þess að byggja upp samfélag en þegar í harðbakkan slær þá standa fyrirtæki með pálmann í höndunum? Það vill svo til að þetta er samfélag manna, ekki hluthafa.

Þegar bankinn kaupir marga víxla þá tekur hann áhættu sem felst í því að það gæti farið svo að ekki séu nóg verðmæti til staðar til þess að greiða fyrir þá. Fáir einstaklingar eru í aðstöðu til þess að meta þetta á meðan umsvifamiklir bankar eru í ágætis aðstöðu til þess samt hallar á skuldara þegar kemur að ábyrgð, í það minnsta hér á landi.

Þegar á heildina er litið er reyndar mikið af keyptum víxlum einmitt nokkurskonar upplýst veðmál um að fjármagn sé til fyrir greiðslunni, þ.e. að ef aukin verðmætasköpun á sér stað þá greiða flestir niður lánin en að öðrum kosti kemur fram verðbólga og einhverjir fara í þrot. Sennilega er raunin blanda af báðum, en það er engu að síður staðreynd að í nútíma peningakerfi væri ekkert fjármagn í umferð ef enginn skuldaði neitt. Það er víst þannig að bankarnir lána meyra en við lánum þeim, mismunurinn er svo brúaður með erlendri lántöku til skamms tíma og á meðan tikka afborganir okkar inn.

Það þarf ekki mikla speki í hagkerfi sem þrífst á lánstrausti til þess að sá að það er ákveðið réttlæti sem fylgir því að setja ábyrgðina að miklu leiti á lánastofnanir, ekki til þess að gleðja skuldara heldur einmitt til að búa til þrýsting til heilbrigðari reksturs banka og að ná fram réttlæti, það er þannig að fyrirtæki starfa fyrir náð og miskunn almennings ekki öfugt og það gleymist líka oft.

Auðvitað ber skuldari ábyrgð en í samfélagi sem byggir á lýðræði þá gerum við einnig kröfu um réttlæti og jöfnuð. Sumir eru jafnari en aðrir og það ætti að vera fólk en ekki fyrirtæki. Bankar þéna peninga af vinnu annara, þeirra framlag er milliganga sem er verðlaus ef hart er í ári.

 Ég get ekki varið skemmdarverk án þess að vita alla máladrætti en það er samt sem áður á þennan hátt eða svipaðan sem gallar á samfélögum koma í ljós. Þ.e. ef þú kreistir eitthvað nógu mikið þá sprautast á endanum eitthvað út á milli fingranna og það er yfirleitt ekki skemmtilegt. Það er líka gott að líta nær sér stundum því að þú veist heldur ekki alla málavextina og í þessari tíð þá hafa margir samúð með þessu, það er svo einfalt.

Ég þarf ekki hetjur, en það gæti einmitt verið þannig að þetta sé mjög merkilegur skemmdarvargur en ekki ómerkilegur eins og þú heldur fram.

Ég veit ekki allt og hef þaðan af síður rétt fyrir mér en ég hef skoðanir sem ég tjái meðal annars hér og sumar eru meira að segja upplýstar.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 18.6.2009 kl. 23:01

10 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

ég vil síður að fólk sem þorir ekki að koma fram undir nafni sé að bulla á mitt blogg takk kærlega. Þið hinir, það er gott að fólk hefur skoðanir. Það væri nú samt allt í lagi að láta hann njóta vafans, ekki ákveða að maðurinn sé og hafi verið drullusokkur. Það eru margar hliðar á máli hverju, eins og allir eiga að vera með á hreinu. :) Eitt enn, Það er ekki í okkar valdi að dæma mann og annan, mér leiðist hroki.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 18.6.2009 kl. 23:32

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sveinn. Ef þú hefur keypt íbúðina þína árið 1995 þá er ljóst að hún hefur hækkað mun meira í verði en nemur hækkun á vísitölu lánanna þinna. Þú hefur því ekki tapað neinu þó krónutalan á láninu sé hærri en var þegar þú tókst það. Ef þú hefur ekki bætt öðrum lánum við á íbúðina þá er klárt að skuldun nú er mun lægri en 63% af verðmæti íbúðarinnar.

Ég spyr. Hvaða réttlæti er í því að ef íbúðin hækkar að raunvirði miðað við vísitölu lánanna þá eigi íbúðaeigandinn/lántakinn að fá þann hagnað en ef það fer í hina áttina eigi bankinn að taka á sig tapið?

Sigurbjörg. Það fellst engin hroki í því að fordæma óréttlætanleg skemmdarverk. Ef maðurin hefði farið svona með þitt hús og þinn bíl værir þú þá að segja að hann ætti að njóta vafans og kalla það hroka að fordæma það?

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband