Það er fátt ömurlegra en lélegir einnota hanskar. Ég er svosem ekki að segja að ódýrir einnota hanskar séu lélegir en mér finnst ekki líklegt að það hafi verið keyptir inn dýrari hanskar en nauðsynlegt er. Það er ýmislegt sem fólk á sjúkrahúsum framkvæmir með hönskum og eins og ég sagði fyrr, er fátt ömurlegra en einnota hanskar sem klikka.
Ég er viss um að það er hægt að spara á öðrum stöðum,og þá er ég ekki að meina með því að fækka skúringafólki eða stytta vinnutíma þess.
Starfsfólk fann leiðir til að spara á Landspítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vona nú að ef starfsfólkið er haft með í ráðum, þá gangi sparnaðurinn ekki of langt. Læknir sem hætti að gefa verkjastíla eftir einhverjar endaþarmsaðgerðir, vegna þess að þeir gerðu meira ógagn en gagn, sparaði ótrúlega upphæð á stuttum tíma. Ef allir leggjast á eitt og ráða ráðum sínum, er hægt að nýta fjármuni betur! Ps.Svo væri sparnaður í að fólk hætti að stela nærbuxum af spítalanum.
Merkúr (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.