Nú er ég ekki lengur í nokkrum vafa, það Á að koma öllum heimilum á landinu í þrot. Ég sé ekki að það sé neitt sem bendi til annars. Þetta eru þvílíkir snillingar, ef fólk er alveg að fara í þrot og fær afskriftir af sínum stökkbreyttu lánum, þá skal það gjöra svo vel að borga skatt af helmingi afskriftanna, það er nefnilega þannig að þó fólk eigi ekki fyrir lánunum sínum þá á það örugglega fyrir auka sköttum.
En ég reyndar sé það ekki, er ég sú eina ? Ef fólk á ekki pening þá á fólk ekki pening nefnilega. Þessu er líkast til öðruvísi farið hjá þessum "snillingum".
Ég er ekki byltingarsinni en það gæti farið að breytast !
Andskotinn !!!
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Af mbl.is
Fólk
- Sitja enn á rökstólum í máli Diddy
- Sakar móður Tupac um að hafa aðstoðað við að enda líf sonar síns
- Við eigum bara eina sekúndu í einu
- Tökum lokið á fjórðu seríu Bridgerton
- Of Monsters and Men gefa út nýja smáskífu
- Kaleo-miðarnir ruku út á innan við mínútu
- Er hann strax kominn yfir hana?
- Menningarlegur landflótti blasir við
- Harry Styles slær sér upp með dularfullri konu
- Íslenska dívan
Athugasemdir
Þessir FÁBJÁNAR halda að þú getir greitt skuldina með VISA.
Hamarinn, 19.3.2010 kl. 09:42
Ertu á móti því að þeir sem fá tugi eða hundruði milljónir í afskrift(ekkkert annað en gjöf í mörgum tilfellum, eigi ekki að borga skatt af því.
Öðru máli gegnir um þá sem eru í greiðsluvanda, eða um smár upphæðir er að ræða, þá er náttúrulega reynt að koma til móts við fólk.
Stundum verður maður að nota heilann, en ekki kjaftinn
Halldór Bjarnason (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.