Góðar viðskiptavenjur eða eitthvað slíkt ?
Djöfullinn hafi það (já ég blóta), af hverju er enginn sóttur til saka fyrir allt það sukk með peninga okkar landsmanna, sem þurfum að borga og engar refjar. Þetta fær mann ekki til að langa sérstaklega af sínum lánum, því skildi ég þurfa þess ? Jú einhver verður að borga fyrir sukk þessara glæpamanna og er ekki einmitt almenningur í landinu kjörinn til þess ? Ekki ætlar allavega stjórnin að gera neitt í því, enda hefur hún ekki áhuga á neinu nema að komast inní ESB, ekki eins og það hjálpi þjóðinni á nokkurn hátt.
Almenningur á að blæða fyrir svona glæpahyski, og ég er ekki sátt. Það eru kannski fæstir sáttir en þeim sem öllu ráða er alveg sama, og það er það sem er það ömurlega. Ég man eftir Jóhönnu þegar hún var félagsmálaráðherra, þá átti núaldeilis að passa uppá heimilin, en úbbs hún gleymdi því þegar hún var orðin forsætisráðherra og snerist við, nú á að reyna að koma sem flestum heimilum á hausinn með öllum ráðum, því miður er það að takast hjá þeim. Ég skil bara ekki hvað er á því að græða.
Þetta sífellda tuð um Icesave að við erum í vondum málum og ég veit ekki hvað, það er að gera mann brjálaðann. Þetta er kúgun og ekkert annað, einskonar stríð þar sem stórveldi eru að herja á okkar litlu þjóð í valdi stærðar sinnar. Ég vil ekki láta kúga mig, heldur við ég vera "kúba norðursins" en að láta nauðga þjóðinni til að bera skuldbindingar sem hún á ekki.
Og hana nú.
![]() |
Glitnir mokaði fé í Fons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við verðum að berjast ekki annað í stöðunni því miður!
Sigurður Haraldsson, 27.1.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.