Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Mér hefur lengi fundist að gamalt fólk fái ekki þá læknisþjónustu sem það á rétt á, læknar hlusta síður á það, og það fær síður og seinna rannsóknir á sínum krankleikum.
Það er óþarflega oft horft á fæðingarárið og ályktað út frá því, til dæmis að það sé orðið ruglað og það tekur nú enginn mark á rugluðu fólki !!
Heilbrigðisþjónustan okkar hérna gæti verið sú besta í hemi, en því miður þá er ekk svo. Við erum með mjög vel menntað fólk í þessum geira, sem er eftirsótt erlendis.
En,það virðist ekki vera kennt í læknisfræðinni að vinna út frá sjúklingnum sjálfum, það vantar að honum sé gerð grein fyrir hvað er í boði. Þarna er ég sérstaklega að tala um krabbameinsmeðferð (fólk með ólæknandi krabba) oft er sú meðferð þannig að hún lengir líf viðkomandi á kostnað lífsgæða. Mér finnst ekki spurning að fólk almennt hlýtur að velja lífsgæðin frekar. Allavega að því sé gert grein fyrir því hvað er í vændum þannig að hann hafi tækifæri til að velja og hafna.
Auðvitað get ég ekki og vil ekki alhæfa í þessu, það eru vissulega til læknar sem vinna vinnuna sína vel, það fer sjálfsagt minna fyrir þeim. Eins með krabbameinsmeðferðirnar, þá læknast vissulega margir af sínum meinum enda var ég þarna meira að tala um fólk sem er komið með ólæknandi krabba,svo það komi skýrt fram hjá mér.
Þar sem ég hef unnið á nokkrum sjúkrastofnunum, sem sjúkraliði, og þekki til fólks sem hefur þurft á heilbrigðisþjónustunni að halda auk þess sem ég hef sterkar skoðanir á þessu sem og öðru gæti ég skrifað hér heila ritgerð en ætla að láta hér við sitja.
Leggja mat á líknarþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.7.2010 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þannig að það er hægt að breyta lánasamningum eftirá ? Látum vera þó það sé strikað yfir það sem hvort sem er er ólöglegt, en að breyta öðru, það hélt ég að væri ekki löglegt.
Nú er náttúrulega tækifærið að fara í sínar lánastofnanir og breyta einhliða samningum sínum, eða virkar það ekki frá báðum hliðum ?
Ég er orðin hundleið á þessum vandræðagangi, stjórnin gerir allt sem hún getur til að koma heimilunum á hausinn og allt til að fjármögnunarfyrirtækin fari ekki á hausinn.
Miðað við að verðtryggja átti lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.7.2010 | 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sært dýr bítur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.7.2010 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)