obbosí

já þessi ágæta sveitarstjórn þyrfti kannski að skoða málið aðeins betur, ég er ekki að kaupa þessa fjárhagsáætlun. Eins og allir vita þá hefur allt efni til bygginga hækkað verulega, er gert ráð fyrir þeim hækkunum í þessum tölum ?

Svo vilja þeir láta gamla skólann uppí, og reyndar allt annað sem sveitarfélagið á.

Viljum við fá einhverja óskilgreinda starfsemi rétt við nýja skólann okkar ? Ekki ætla þeir kaupandanum að rífa hann eða hvað.

Fyrir nú utan það að staðsetning á skólanum er fáránleg, þarna er algjört veðravíti. Auk þess sem ég skil ekki af hverju það á að henda skólanum lengst útí sveit, væri ekki nær að byggja hann í Melahverfinu, eins og raunar meirihluti sveitarstjórnar lofaði fyrir kosningar. Þau þurfa bara að athuga að það fer að styttast í þær næstu. 

Mér finnst reyndar að sveitarstjórnin okkar hér í Hvalfjarðarsveit búi í einhverskonar kúlu, eða svífi um á bleiku skýi. 

Nema hvað, þeir sáu að líklega mundi nú vanta meiri hagnað inní systemið svo það á að fækka gjaldfrjálsum tímum á leikskólanum. Af hverju það er ráðist á fjölskyldur með börn á leikskólaaldri skil ég ekki alveg, en kannski er það til að fá fleira fólk til að flytja burt. 

Nei ég held að það þurfi að athuga þetta mál til hlýtar, áður en þeir fara að byrja á einhverri vitleysu. 


mbl.is Raðhús, námur eða félagsheimili upp í skólabyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru örfáir daga á ári sem er slæm norðanátt, enþað eru forréttindi að börnin séu tekin við heimilið og eru í vernduðu umhverfi og skilað heim aftur að loknum skól. Mér finnst forkastanlegt að vera að byggja nýja byggingu þar sem hægt er að notast við það sem fyrir er með lagfæringum og viðbyggingu til að fá fullkomna kennslu og starfsaðstöðu fyr mikið minni penig og svo sitja menn ekki uppi með gamlar byggingar á skólalóðinni sem þeir hafa ekkert með að segja. Þetta er fáranleg niðurstaða sem öll sveitastjórnin ber ábyrgð á, Þó svo meirihluti sveitastjórnamanna hefðu viljað í upphafi nýta það sem hægt væri að nota af eldra húsnæði. ´Þau einfaldlega létu arkitekta og verkfræðinga plata sig með rangfærslum, Því arkitektarnir vildu frekar hanna nýtt en byggja við gamalt

Haraldur Magnússon (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Satt Haraldur Satt. Það eru kosningar í vor, kannski er hægt að hrista aðeins upp í þessu liði okkar ;)

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 18.12.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband