ekki í lagi

þetta er ekki í lagi, og getur ekki verið að það standist hreinlega. Þarna er fréttablaðið að gefa skít í landsbyggðina og það ekkert lítið. Skamm skamm.

Ég á allavega ekki eftir að fletta fréttablaðínu hér eftir, það er ljóst. 

Ég hélt fyrst þegar ég las þetta að það hlyti að vera fyrsti apríl !


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý á Akureyri og fæ því Fréttablaðið áfram frítt en hins vegar er alveg á hreinu að nú verður settur miði á bréfalúguna "Ekki Fréttablaðið takk" Þetta er  vægast sagt léleg framkoma

Bryndís (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:37

2 Smámynd: Hvumpinn

He he endalok fríblaðsins virðast blasa við.  Framlengist bara aðeins á sumum svæðum.

Hvumpinn, 8.10.2009 kl. 08:41

3 identicon

Mismunun á háu stigi... Djöfull er þetta skítt.. af hverju ekki að setja alla undir sama hatt og láta alla greiða fyrir blaðið!! þeir myndu samt koma vel útúr því.. en þetta er gríðarlega fúlt...

Kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:45

4 identicon

Þakkið Nágrími sk(r)attakóngi!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:51

5 identicon

Sammála Kristínu, annað hvort á að láta greiða fyrir blaðið - ALLA, eða ekki - ENGA.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 08:57

6 identicon

Þetta gengur ekki upp. Ætli maður láti þetta blað eiga sig hér eftir.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:06

7 identicon

Svona er bara að búa úti á landi. Útgáfa dagblaða er almennt ekki gerð í góðgerðaskyni. Hvað næst, Starbucks og McDonalds á Grenivík?

Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:11

8 identicon

Sammála, mikið finnst mér þetta léleg framkoma að láta landsbyggðina borga niður fyrir höfuðborgarsvæðið. Láta ALLA borga fyrir blaðið eða engann. 

Tek fram að ég er á höfuðborgarsvæðinu

Heiða (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:31

9 identicon

Margrét, ertu þá að gefa í skyn að fólkið á landsbyggðinni eigi ekki rétt á sömu kjörum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu? Það sé bara sjálfu því að kenna að vilja búa aðra hluta landsins?! Það er að sjálfsögðu ekki hægt að búast við sömu kjörum í sambandi við alla þjónustu, en svona sjálfsögð þjónustu eins og blaðadreifing (sérstaklega þegar haft er í huga þau fáu blöð sem "sóað" er í landsbyggðina) ætti ekki einu sinni að vera spurning!

OHÁ (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:34

10 identicon

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu og vel að gera það. Ég er ekki neyddur til þess. Blaðið er útgefið og prentað hér og ég hef ekki áhuga á að niðurgreiða það fyrir landsbyggðina. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það kostar að flytja blaðið austur eða vestur á land.

Óli (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:40

11 identicon

Nú er nóg komið.

Breyta vestfjörðum í fríríki og skera okkur í burtu frá þessum fjöndum fyrir sunnan. Við getum vel séð um okkur sjálf.

Það sínir sig vel að það eru allt of margir sem hafa svipaðar skoðanir og vitleysingarnir Margrét og Óli.

Það er alltaf gefið skít í landsbyggðarfólk!!!

Jón (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:50

12 identicon

afhverju ekki allir undir sama hatt og landsbyggðin var þ.e. sækja blöðin sín sjálfir? ætla þeir að fara borga kaupmanninum fyrir að selja blöðin og halda utanum það?

Guðríður (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:55

13 identicon

Óli, þú ert egóisti.

Sammála Jóni nafna mínum, Vestfirði, Norðuland og Austurland ættu að að segja sig úr lögum við Ísland og stofna nýtt ríki þar sem höfuðborgin yrði Akureyri.

Slíkt ríki yrði ákaflega ríkt af náttúruauðlindum svo sem orkuauðlindum og fiski.  Og munu hugsanlear olíu- og gasauðlindir á Drekasvæðinu falla í skaut þessa nýja ríkis.

Þó geta þá þarna fyrir sunna bara hoppað og dansað fyrir okkur út af umhverfismálum.  Við munum virkja hverja sprænu og hvert háhitasvæði og hagnast gífurlega á því.  Og svo munum við veiða mikið af fiski, svo hið nýja ríki yrði hrein paradís á Jörð.

Jón Vestfjörð (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:59

14 identicon

Fréttablaðið hefur ekki komið út á land í langan tíma og Óli heldur þú að það kosti ekkert að bera blaðið út á höfuðborgarsvæðinu?

Hulda (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:59

15 identicon

Ps.

Þetta mun bara auka sölu og áskrift á Mogganum úti á landi.

Jón Vestfjörð (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:00

16 identicon

Hér er verið að gefa fólki á landsbyggðinni möguleika á að velja hvort það vill Fréttablaðið eða ekki. Fólk á höfuðborgarsvæðinu fær ekki þennan sama valmöguleika. Þessu er troðið inn um póstlúguna alveg sama hversu marga eða stóra miða maður setur á hurðina eða hversu oft sem maður hringir til að afþakka þetta. Af hverju sega menn að þetta sé ósanngjarnt gagnvart landsbyggðinni? Af hverju fæ ég ekki sama möguleika á að afþakka þetta?

Kristinn (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:07

17 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ef að Fréttablaðið telur hag sínum betur borgið með að hætta að dreifa blaðinu á vissum stöðum, þá gera þeir það. Rekstur fyrirtækis snýst um það að græða pening, ekki að standa í góðgerðarstarfsemi.

Ólafur Guðmundsson, 8.10.2009 kl. 10:35

18 identicon

Merkilegast finnst mér veruleikafirring landsbyggðarfólks. Auðvitað kostar meira að keyra blaðið vestur á Ísafjörð eða austur á Vopnafjörð. Ég sé prentsmiðjuna út um gluggann heima hjá mér.

Heiða hér að ofan vill ekki að landsbyggðin borgi niður fyrir höfuðborgina. Oftast er þetta nú öfugt og ég er varla sáttur við það!

OHÁ gefur í skyn að hann sé neyddur til að búa út á landi eins og það sé eitthvað hræðilegt! Ég segi bara, ég bý í höfuborginni af hreinum og klárum vilja!

Óli (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:46

19 identicon

væri gaman að sjá hvernig höfuðborgarsvæðið myndi taka í það ef mogginn eða fréttablaðið væri prentað á akureyri eða og þau þyrftu að borga fyrir það! þá myndi e-ð heyrast! 

tek það fram að ég bý á reykjanesinu!

Elin (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:26

20 identicon

Viðskiptahugmynd fríblaðanna byggir á því að láta auglýsendur borga útgáfuna og skila eigendum hagnaði.Ef hluti neytenda þurfa að kaupa blaðið þá er verið að gefa afslátt til auglýsenda.

Ef auglýsingartekjur standa ekki undir kosnaði til að dreyfa blaðnu til þeirra sem auglýsingarnar eiga að höfða til, sem hlýtur að vera allir landsmenn, þá er viðskiptahugmyndin hrunin.

Landsbyggðarfólk , kaupum ekki auglýsingasnepil fyrir valda landsmenn. 

Gunnar Hallsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:04

21 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

 Merkilegt að sjá hvernig heimskulegar hugmyndir um dreifingu ómerkilegs auglýsingapésa enn ómerkilegrar valdaklíku getur komið af stað metingi á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Hér í mínu byggðalagi hefur þessi pési ekki sést í háa herrans tíð og saknar þess enginn. Ef þeir halda að einhverjir fari að borga fyrir að fá þennan ófögnuð þá þeir um það, sama er mér. En að gefa út dagblað og ætla að láta suma borga fyrir það en aðra ekki eftir búsetu finnst sprenghlægileg og nokkuð frumleg hugmynd, alla vega alveg nýtt. Hvað kemur svo næst til okkar dreifbýlistúttannna, því það erum við, dreifbýlistúttur og líkar bara vel.

Viðar Friðgeirsson, 8.10.2009 kl. 12:23

22 identicon

Vóóóó fólk fólk fólk, róum okkur aðeins.

 Þetta er ekki flókið, það er mun dýrara að dreifa blaðinu á landsbyggðina, sérstaklega þar sem blaðinu er bara dreift í sjoppur og svo þurfa lesendur að sækja það, sem minnkar strax lestur (miðað við að fólk sem fær þetta inn um lúguna, blaðar í gegnum það fyrst það er þarna).

Tekjurnar sem fréttablaðið fær er í gegnum auglýsingar sem flestar eru ætlaðar höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlissvæðum, þar af leiðandi er blaðið frítt þar. Það hreinlega borgar sig ekki að hafa blaðið frítt á öðrum stöðum. Svo ef fólk í dreifbýli vill fá blaðið inn um lúguna þá verður það að borga kostnaðarverð fyrir það, þetta sama fólk hefur aftur á móti ennþá þann möguleika að lesa það frítt á netinu og á sama tíma sinna umhverfinu með að eyða ekki óþarfa pappír.

 Þetta er ekki mismunum einfaldlega viðskipti, fréttablaðið gæti líka einfaldlega tekið þann pól í hæðina að gefa bara út á þéttbýlissvæðum og ekki einu sinni gefið dreifbýlinu möguleika á að fá blaðið.

Bibba (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:08

23 identicon

Alveg er það merkilegt hvernig borgarbúar sjá ekki hætishót framfyrir fingurgómana á sér... "Landsbyggðarfólk þetta og landsbyggðarfólk hitt, þeir þurfa ekki betri vegi, eða jarðgöng, eða matvöru, eða vinnu, við (rvk) þurfum að borga með landsbyggðinni.. af hverju flytja þau ekki bara til Reykjavíkur" svona hljómar söngurinn... Við veljum að búa hérna fyrir austan, norðan og vestan og utan við skarkala borgarinnar, laus við stressið, krepputal og annað en það breytir því ekki að þó það sé kostnaður við að flytja blöðin landshornanna á milli, á samt það sama yfir ALLA ganga þetta er eitt land.... Annaðhvort einhver kostnaður við blaðakaup eða enginn kostnaður.. sjálfsögð mannréttindi og allt það. Þetta er EKKI Í LAGI!!! 

Ég er ákaflega stolt landsbyggðarofurtútta og mun vera það svo lengi sem volgt er í mér hlandið - og mun ekki kaupa áskrift að Fréttablaðinu fyrir svo mikið sem túkall.

  Þetta er ekki mismunum einfaldlega viðskipti,  : Bibba.. hvernig í fjáranum færðu þetta út?  Ætli myndi ekki heyrast eitthvað í þér ef dæmið snérist við.. ég held það...

Að sjálfsögðu kostar að flytja blaðið úr bænum... en við eigum samt ekki að þurfa að borga fyrir fríblað úr Reykjavík...

Kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 14:57

24 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Kristín Hávarðsdóttir, þetta kemur mannréttindum ekkert við!!

Ég held í alvörunni að þeir sem eru hrópa hátt séu að gera grín í okkur. Ég trúi því ekki að þið haldið í alvörunni að það sé verið að brjóta á ykkar rétti.



Á sama hátt get ég sagt að það er gróf mismunun að ég get ekki keypt mér Hreindýraborgara á Hamborgarabúllunni hér á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju er bara hægt að kaupa Hreindýraborgara Hamborgarabúllunni á Egilsstöðum? GRÓF mismunun!!! (Kaldhæðni).



Reyndar er þetta ekki einu sinni sambærilegt. Fólk á landsbyggðinni getur alltaf lesið fréttablaðið gegn vægu gjaldi (meira að segja ókeypis á netinu). En ég get ekki fengið Hreindýraborgara hér í Reykjavík.

Ég á ekki sérstakan rétt á því að kaupa Hreindýraborgara eins og þú hefur ekki sérstakan rétt á því að fá blað sem að einkafyrirtæki hefur lagt í kostnað til að gefa út!

Ef að ég er ósáttur við verðið þá kaupi ég vöruna ekki. Svo einfalt er það.

Ólafur Guðmundsson, 8.10.2009 kl. 15:14

25 identicon

Þetta var afskaplega lélgt dæmi hjá Ólafi enda Hamborgarabúllan á Egilsstöðum farin á hausinn og þar af leiðandi er ekki hægt að fá hreindýraborgara þar.

Mér finnst þetta légleg þjónusta af hálfu baugsmanna, en þeir ráða svosum hvað þeir gera við sitt blað.  Það er nú bara ágætt að losna samfylkingar-áróðurinn.  Ég mun ekki kaupa blaðið til að borga undir höfuðborgarbúa, nóg að við þurfum að borga þetta helvítis tónlistarhús þeirra

Austfirðingur (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:10

26 identicon

Það hlýtur nú að kosta að senda blaðið til Akureyri. Af hverju fara þeir þá ekki að rukka fyrir blaðið þar líka? 

Ásta (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:48

27 Smámynd: Kommentarinn

HAHA þetta er bráðskemmtileg umræða. Meiri svona meting milli landshluta. Mér þætti gaman að sjá hugmyndina landsbyggðin lýsir yfir sjálfstæði og með Akureyri sem höfuðstað. Pottþétt einhver af norðan með þessa hugmynd þó hann heiti Vestfjörð

Hvernig væri samt að allt landið lýsi yfir sjálfstæði með nýju nafni og gerum eitthvað krummaskuð að höfuðstað gamla Íslands sem tekur við öllum erlendum skuldum okkar. Krummaskuðið ásamt Íslandi fer síðan á hausinn en við tökum vel á móti gjaldþrota íbúum þess í hinu nýja skuldlausa ríki

Kommentarinn, 8.10.2009 kl. 17:14

28 identicon

Okei, skulum ekki ganga svo langt að tala um mannréttindi, og aftur jú þetta eru viðskipti. 

Fréttablaðið er ekki ríkisrekið fyrirtæki, og ber því engin skylda að sinna allri þjóðinni eða landshlutum, þið sem eruð alveg brjáluð getið litið á þetta sem greiða til landsbyggðarinnar, í staðinn fyrir að loka alveg á allar blaðasendingar, bjóða þeir þeim sem vilja að fá blaðið að kaupa blaðið á kostnaðarverði, það er ekki verið að skylda neinn til að kaupa blaðið.

 Af hverju er blaðið þá sent til Akureyrar ? Því að Akureyri er næst á eftir höfuðborgarsvæðinu í íbúðarfjölda með íbúarfjölda sem er um 17.000 sem þýðir að þar er auglýsingarmarkaður, sem svo aftur snýr að því að  Akureyri á möguleika á að standa undir kostnaði við að prenta og senda blaðið.

Við skulum ekki brjálast, hvergi annars staðar í heiminum yrði fólk svona reitt ef hætt yrði við dreifingu sem stæði ekki undir kostnaði.

Landsbyggðarfólk í staðinn fyrir að tala um mismunun og það að þið ætlið ekki að borga undir höfuðborgina og aðra þéttbýla staði, gerist umhverfisvæn og lesið blaðið á netinu !

Bibba (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:14

29 identicon

Fréttablaðið hefur ekki komið á Höfn í Hornafirði í meira en ár, vegna þess að Flugfélagið Ernir tók við að fljúga á BIHFN og þess vegna var ekki hægt að senda fréttablaðið lengur ókeypis.

Það er þó sent ókeypis á a.m.k. Egilsstaði og Akureyri.

Það er afar góð hugmynd að landsbyggðin fari fram á sjálfstæði sitt frá Reykjavík... Þá geta Reykvíkingar gengið í ESB (þess vegna) með alla sína gjaldþrota banka, á meðan við hin á Íslandi stofnum bara nýja og betri.... Allar auðlindirnar liggja okkar megin við línunna... 

 Eigum við að standa í því að þurfa að halda uppi öllum höfuðborgarbúum á meðan sumir tíma ekki að borga pínulítið undir Fréttablaðið til okkar?

HH (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband