Eins og við er að búast

Þegar það er svona áberandi í allri umræðu að lögreglan er svo fámenn að hún geti ekki sinnt öllum útköllum þá er náttúrulega við því að búast að þeir sem hneigjast til innbrota noti tækifærið. Það er reyndar með öllu óskiljanlegt að svelta svona lögregluna, veit ekki alveg hvað ráðherrann er að pæla.



mbl.is Innbrotafaraldur en lítil gæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var tekinn á 105 rétt fyrir utan bæinn um helgina en ég er viss um að fórnarlömb innbrotsþjófa fórni innbúi sínu með bros á vör ef það verður til þess að lögreglan komist í að sinna skúrkum eins og mér.

Hermann (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Held reyndar að viðbúnaður lögreglu hafi ekki nokkur einustu áhrif áþað hvort dópistar og annað misyndisfólk ákveði að brjótast inn. Við getum aldrei verið með lögreglubíl fyrir utan hvert hús eða í hveri götu. 

Skeggi Skaftason, 4.8.2009 kl. 10:15

3 identicon

Bíræfnin eykst þegar áhættan minnkar. Fjárhagsáætlunin f. 2010 verður harmleikur og þá verður enn meira skorið niður hjá lögreglunni eins og í öðrum málaflokkum. Því miður.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Hermann, auðvitað áttu að keyra á löglegum hraða maður, en auðvitað var mikil löggæsla um þessa helgi, og ef þetta er þín stærsta sind þá ertu kannski ekki svo mikill skúrkur :)

Skeggi, í fyrsta lagi þá áttu ferlega flott nafn, mátti til með að koma því að, og svo hefur þú sjálfsagt mikið til þíns máls varðandi innbrotin, manni hættir til að ætla þessu fólki að hafa smá hugsun, en auðvitað er ekki um það að ræða hjá þessu ólánsama fólki, þar ræður fíknin förinni. 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 4.8.2009 kl. 10:35

5 identicon

Einmitt "skúrkar eins og þú" eins og þú segir sjálfur, gera það að verkum að lögreglan hefur í of mörg horn að líta og þarf því að dreifa meira alltof fáliðuðum mannafla sínum. - Það er ákaflega auðveldur sá þáttur almennings sem lýtur að því að aka á löglegum hraða. Hvað munar um þær 3 -5 mín. sem vinnast með því að aka of hratt miðað við leyfðan hámarkshraða á stuttum vegalengdum. Hversu oft sér maður ekki til ökumanna sem bægslast fram úr manni langt yfir hraðamörkum og aka í stórsvigi að næstu umferðarljósum, til þess svo að þurfa að bíða þar dágóða stund. - Ekki lengi að fara þessar örfáu mínútur sem unnust á hraðanum. Það er nefnilega þannig að ALLT er best í hófi - líka ökuhraðinn.

Nei, við skulum heldur styrkja lögregluna í starfi , með því að haga okkur skikkanlega sjálf, það kann bestri lukku að stýra.

Ruth (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:51

6 identicon

Ruth, þegar meirihluti fólks keyrir hraðar en á hámarkshraða þá liggur vandamálið í asnalegri lagasetningu. Fólk fer nefnilega ekki eftir asnalegum lögum enda til fullt af fólki sem tekur sænskt í vörina, nær í tónlist á netinu, með Sky og það engin nennir að framfylgja lögum sem snúa að þeim hlutum. Ef lögreglan hefur ekki mikilvægari hlutum að sinna en því að reyna að framfylgja lögum sem ekki er farið eftir þá er hún kannski ekki jafn fáliðuð og hún segist vera. Ég var ekki að taka neinn tíma frá öðrum störfum lögreglunnar, hún sóaði honum sjálf.

Hermann (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:15

7 identicon

Það er náttúrlega alltaf matsatriði hvað er asnalegt og hvað ekki. Að brjóta ríkjandi lög er ekki rétta aðferðin til að mótmæla þeim - það er asnalegt. Það eru t.d. ríkjandi lög að hundaeigendur hreinsi upp eftir hunda sína á almannafæri og það er að mínu mati asnalegt að gera það ekki. Það eru líka ríkjandi lög að t.d.  megi ekki skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma, - en - öðru hvoru allt árið er verið að skjóta þeim upp og þá einkum um nætur - er það ekki asnalegt. Svona mætti lengi halda áfram en við skulum bara muna að "með lögum skal land byggja" og lögin eru fyrst og fremst hugsuð til þess að verja okkur hvert fyrir öðru. En þau missa náttúrlega marks þegar ákveðinn hluti þjóðfélagsins telur sig yfir það hafinn að hlíta þeim, í hvaða formi sem það er.

Ruth (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:42

8 identicon

Ruth, fólk þarf að fylgja lögum til þess að þau öðlist viðurkenningu. Hefur það t.d. einhver áhrif á hegðun unglinga að áfengiskaupaaldur sé 20 ár? Vissulega eiga þau erfiðara með að kaupa en lögin hafa engin áhrif á neyslu þeirra. Það er ekki nóg að löggjafinn vilji ekki að unglingar drekki, lög verða að endurspegla það umhverfi sem þau eru sett í, að öðrum kosti verða þau óframfylgjanleg. Hámarkshraði er samskonar mál, myndir þú segja að lagasetningin væri að endurspegla raunveruleikann ef hámarkið væri 60? Nei, það myndir þú ekki gera. Og það er einmitt málið, hlutverk löggjafans er ekki að reyna að breyta eðlilegri hegðun fólks eða víðtekinni venju einhverra athafna heldur að setja skorður á jaðartilvik. Ég lít ekki á mig sem hafinn yfir lög enda er mér refsað hvort sem ég álít einhvern lagabút heimskulegan eður ei, það eina sem ég átti við er að á meðan augljós skortur (með vísun í fréttina) er á löggæslu í höfuðborginni er frekar sent lið í að sekta fólk fyrir smámuni annars staðar en að reyna að vakta meiri verðmæti hér. 

Hermann (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Ég hef skoðanir.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband