Þessar fyrirhuguðu aðildaviðræður eru hálfgerður brandari, því allar undanþágur og sérsamningar sem fólk talar um að fá, verða bara tímabundnar, engar undanþágur eða sérsamningar eru hugsaðir til frambúðar, einungis til aðlögunar. Vill fólk virkilega láta landið í hendur ESB, við verðum með ca 6 þingmenn af tæplega 750 á evrópuþinginu og samkvæmt Lissabon samningnum þá má ekki vinna fyrir einhverja eina þjóð, heldur hagsmuni samtakanna í heild. Þetta þýðir bara að við verðum ekki sjálfstæð þjóð, bara smá peð í ESB sem engu ræður.
Athugasemdir
Mér væri nú sama þó við hefðum ekki svo mikil völd um daglegu málin, en verra þykir mér að þurfa að taka raunverulega þátt í hernaði.
Ég vil ekki senda hvorki mitt fólk né peninga til svona stríðsfórna sem snúast eins og allt, um völd en ekki réttlæti.
þá er ég víst komin hringinn!
Ég væri frekar til í að taka þátt í heims-samtökum um frið. En það er ekki í stefnuskrá góðu Evrópu. Ég kalla ESB þess vegna einokunarkúgun.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.